Þetta er bara fikt fyrir mig til æfingar. Núna (Jan. 2021) tek ég enga ábyrgð á hvort þetta sé til frambúðar, en það gæti breyst
Langar slóðir (URL) eru geymdar í venjulegum SQL grunni, og er hækkandi tala notuð til að búa til einstaka strengi. Færsla númer 9000 fær strenginn 'dqZ', og 9001 verður 'mqZ' og svo framvegis.
Lengsta mögulega gildið verður aldrei lengri en 6 stafir. En þá væri grunnurinn komin með yfir 2 milljarða af færslum.
Núna er þetta 1:1, þannig að hvert URL hefur bara 1 stuttan hlekk. En það möguleiki að leyfa margar styttingar.
Það er geymd tölfræði, hversu oft stutti hlekkurinn er notaður og hvaðan traffíkin er.
Eins- og tveggja stafa url eru frátekin. Einnig er möguleiki á að bjóða upp á persónulega styttingu, t.d. ú.is/jón/*
P.S. Það eru núna 101 hlekkir í grunninum.